facebook pixel
Escolher serviço

E
Einstaklingsviðtal
50 min

Í einstaklingsviðtölum er unnið út frá dýpt og þörfum hvers og eins. Vandamál eða vanlíðan eru greind, og meðvitund einstaklingsins um eigin ábyrgð á þeim er byggð upp. Í framhaldinu er lögð áhersla á að skoða og vinna með mörk, tilfinningar, áföll, áfallaviðbrögð, áhrifaþætti, sjálfsvirði og fleira.

P
Paraviðtal
50 min

Í paraviðtölum er unnið með sársauka, vandamál, samskipti, uppeldi, áföll, fjölskyldumynstur og dýnamík beggja aðila. Lögð er áhersla á að skilja upplifanir og líðan makans. Eftir atvikum er unnið að lausnum, auknum skilningi og bættum samskiptum á markvissan og skilvirkan hátt. Í framhaldinu er stuðlað að því að dýpka nánd og tengingu milli parsins og vinna að sameiginlegum markmiðum sambandsins.

F
Fjölskylduviðtal
50 min

Í fjölskylduráðgjöf eru þau vandamál sem liggja fyrir innan fjölskyldunnar greind og skilgreind. Hver fjölskyldumeðlimur fær tækifæri til að tjá sig og koma sínum sjónarmiðum og þörfum á framfæri. Þarfir fjölskyldunnar sem heildar eru einnig skoðaðar. Í sameiningu eru mögulegar leiðir og lausnir greindar og metnar til að stuðla að bættri dýnamík og samskiptum innan fjölskyldunnar.