Português
Almennt vöðvanudd með tælensku ívafi, þar sem leitast er við að mýkja stífa vöðva og vöðvafestur, draga úr spennu og þreytuverkjum, örva blóðrás og auka almenna vellíðan nuddþegans. Ýmist er unnið með heilnudd yfir allan líkamann og jafnvel tekin fyrir áherslusvæði sem þurfa sérstaka athygli, eða partanudd þar sem eingöngu er tekinn ákveðinn líkamspartur t.d. bak og axlir.
Djúpt vöðvanudd þar sem unnið er markvisst með dýpri lög vöðva og bandvefs. Leitast er við að leysa upp langvarandi spennu, losa um stíflur í bandvef og bæta hreyfanleika. Þetta nudd hentar sérstaklega vel fyrir þá sem glíma við langvarandi verki, stirðleika eða álagsmeiðsli, og er unnið út frá þörfum hvers og eins, oft með sérstaka áherslu á vandasvæði eins og bak, axlir eða mjaðmasvæði.