Escolher serviço

Orkumeðferð - Tónheilun & Heilun
60 min

Orkuvinna - Tónheilun og Heilun. Ég vinn með heilun og tónheilunar hljóðfæri til að komast inn í orkukerfi líkamans, örva flæði og virkja heilunarmáttinn sem býr innra með þér. Orkuvinna með höndum og hljóðfærum. Áhrifin era m.a. Djúpslökun, Innra ferðalag, andlegt ferðalag, losun á spennu og áföllum. Orkuvinna stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. eykur lífskraft, innri ró, svefngæði, útgeislun og vellíðan.

Andlitsmeðferð - Andlitsnudd & Tónkvíslar á orkupunkta í andliti
60 min

Andlitsnudd & Tónkvíslar á orkupunkta í andliti. Andlitsmeðferðin bætir húðheilsu. Eykur blóðflæði og getur dregið úr fínum línum. Styrkir andlitsvöðva en gefur þeim slaka í leiðinni. Dregur úr baugum, spennu í kringum augun og bjúgmyndun. Húðin verður bjartari og líflegri og rakamyndun verður meiri. Slakar á ennisvöðvum og mýkir línur á enni og á milli augnabúna. Meðferðin endar á infrared andlits maska og slökun. Orkuvinna stuðlar að auknu orkuflæði í líkamanum sem m.a. eykur lífskraft, innri ró, svefngæði, útgeislun og vellíðan. Gott að vera í flegnum bol eða hlýrabol eða jafnvel fara úr bol og vera á topp/brjóstahaldara svo ég hafi aðgengi að bringu og öxlum. Eftir meðferð er gott að drekka vatn út daginn og borða heilnæma fæðu. Infrared andlitsmaskinn frá BON CHARGE stuðlar að ljómandi yfirbragði húðarinnar. Hann er hannaður til að draga úr fínum línum og hrukkum og stuðlar að jafnari húðlit, stinnari og unglegri húð. Tónkvíslar senda hljóðbylgjur inn um orkupunktar í andliti sem eru hlið að undilagi húðarinnar. Ég nota líka nuddsteina úr OPAl frá Wild Grace. Steinninn er mótaður og hannaður sérstaklega til að draga úr þrota, minnka dökka bauga undir augunum og endurheimta unglegan ljóma húðarinnar.